Biðlum til gesta á Hraunbúðum að virða í hvívetna allar sóttvarnar og heimsóknareglur

24.03.2021

Kæru aðstandendur !

Í ljósi nýrrar stöðu á landinu og aukningar smita viljum við biðla til allra gesta Hraunbúða að fara varlega og fylgja reglum okkar.  Það er mikill léttir að búið sé að bólusetja heimilisfólkið en við erum með starfsfólk hálfbólusett og því ekki komið með fulla vörn gegn veirunni.  Og eins og við höfum séð í fréttum undanfarið er ekkert 100 % í þessum nýja og skrítna heimsfaraldri. 

Við viljum því hvetja ykkur til að virða nú sem áður fyrr þær reglur sem við erum með og má lesa hér að neðan

Við þurfum einnig að takmarka heimsóknir barna 18 ára og yngri samkvæmt tilmælum almannavarna.  Veiran virðist hafa breitt hratt úr sér í yngri aldurshópum og þar sem mikill samgangur er á milli hópa barna er mælt með því að takmarka heimsóknir barna.  Við viljum einnig (án þess að breyta fyrri reglum) biðja ykkur um að ræða innan fjölskyldna að helst komi ekki fleiri en 2 í heimsókn dag hvern á íbúa.  Nú erum við komin í 10 manna fjöldatakmarkanir og það er fljótt að telja á gangi eða í rými.  

Við munum einnig takmarka uppákomur inn á heimilið  fram yfir páska s.s föstudagsgiggið og annað sem kallar á utanaðkomandi ótengda aðila.  Áfram verður lokað á milli dagdvalar og heimilis nema í undantekningartilfellum og því kostgangarar fá áfram heimsendan mat.  

En svo við lítum nú á björtu hliðarnar að þá er gott að stjórnvöld taka á nýrri stöðu af festu og einbeittum vilja til að þessi næsta bylgja verði sem skammvinnust.  

- Allir mega koma inn um aðalinnganginn en þurfa að skrá komu sína í bók, það er til að auðvelda smitrakningu ef að einstaklingur með smit kæmi inn
- Þvo þarf hendur og spritta vel þegar komið er inn
- Skylda er að nota maska/grímu á leiðinni inn á herbergi og í kringum starfsfólk. Grímuskyldu hefur eingöngu verið aflétt af starfsfólki
- Heimsóknartímarnir eru áfram bundnir við 1-2 á dag fyrir hvern íbúa
- Heimsóknartímar eru á milli kl. 13-17 á daginn
- Heimsóknir skulu fara fram í einkarýmum íbúa en ekki í sameiginlegum rýmum
-Gestir skulu virða 2ja metrar nándarmörk eins og frekast er unnt
- Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir eru í sóttkví eða einangrun, hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu, ef þeir eru með einkenni s.s kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreyti kviðverki eða niðurgang.