Gjafir frá gömlum Alþýðuflokksfélögum og Kiwanisklúbbnum Helgafelli !

11.11.2020

Á þessu ári fengum við að gjöf fjórar 5 ltr súrefnisvélar með innbyggðum skynjara sem tryggir nákvæmni og öryggi en góð reynsla er af þessum vélum hérlendis.
Þessar vélar skipta sköpum fyrir þá heimilismenn sem þurfa á súrefni að halda og er hægt að færa vélarnar á milli sem þýðir meira frjálsræði fyrir einstaklinginn.
 
Við þökkum ofangreindum aðilum innilega fyrir gjafirnar og hlýhug í garð heimilisfólks á Hraunbúðum.