Lokað fyrir heimsóknir í dag, nýjar upplýsingar um heimsóknarreglur í kvöld

02.11.2020

Kæru aðstandendur !

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða höfum við unnið að uppskiptingu á heimilinu í tvo hópa heimilisfólks og starfsfólks.  Þetta kallar á mikinn sveigjanleika allra sem að koma en við erum að reyna að gera okkar besta til að minnka líkurnar á að smit berist inn á heimilið.  Við erum einnig að lágmarka líkur á útbreiðslu þess á heimilinu ef inn kemur. 

Það verða meiri takmarkanir á heimsóknum og við erum að stefna á ákveðna heimsóknartíma, við gefum út nánari upplýsingar um það í kvöld, en í dag munu stjórnendur Hraunbúða sitja á samráðsfundi almannavarna og hjúkrunarheimila.

En í dag mánudag þurfum við að loka fyrir heimsóknir meðan við vinnum eftir nýju skipulagi, slípum það til og ákveðum framhaldið.  Við vonum að þið sýnið því skilning þó með stuttum fyrirvara sé.  Ef það kemur sér sérstaklega illa einhvers staðar endilega hafið samband við vaktsímann s. 893-1384 eða á netfangið hraunbudir@vestmannaeyjar.is og við finnum lausnir