Heimsóknarreglur á Hraunbúðum 3. nóv – 17.nóv

02.11.2020

Sæl kæru aðstandendur !

Við þurfum að takmarka umgengni um hjúkrunarheimilið vegna hertra sóttvarnarráðstafana stjórnvalda vegna Covid 19 og hefur það áhrif á heimsóknir aðstandenda. 

 

Við óskum eftir að aðstandendur panti heimsóknartíma næstu tvær vikur eða fram til 17.nóvember meðan núverandi ráðstafanir eru í gildi. Heimsóknir eru leyfðar 2x í viku á hvern íbúa.

Gestir til íbúa á austurgangi komi inn af pallinum við austurenda húss.  Gestir til íbúa á  vesturgangi komi inn um aðalinngang.   

Áfram gilda sömu reglur um að sá hinn sami heimsæki íbúa yfir eina viku, gestir sinni ítarlegum sóttvörnum í formi handþvottar og sótthreinsunar, noti grímur, virði fjarlægðartakmörk (2 m) og að heimsóknir fari fram á einkarými íbúa.

Fyrirkomulagið er þannig að aðstandendur panta heimsóknartíma í gegnum netfangið vakt@vestmannaeyjar.is (eða í síma 893 1384). Tölvupóstinum þarf að fylgja nafn á þeim sem kemur í heimsókn, hvern á að heimsækja og óskir um dagssetningar.   Undanþágur eru aðeins veittar ef um alvarleg veikindi íbúa er að ræða. 

Við viljum þakka innilega fyrir stuðning og hlýju ykkar aðstandenda.  Það er alveg ljóst að við erum í þessu saman og vinnum öll að því sama markmiði að vernda fólkið okkar sem best við getum á þessum óraunverulegu tímum.