Skráning í heimsóknartíma föstudag til mánudags

14.10.2020

Enn erum við svo lánsöm að í þessari bylgju af Covid 19  að ekki hafa komið upp smit hvorki hjá heimilisfólki né starfsmönnum.  Við vonum heitt og innilega að svo verði áfram.  Við erum á neyðarstigi almannavarna en erum ennþá með opið fyrir heimsóknir samkvæmt ákveðnum reglum og vonumst til að geta haldið því áfram. Við gætum þó þurft að bregðast hratt við ef útbreiðsla á smitum verður í nærumhverfinu. 

Reglurnar eru í stuttu máli þessar; Einn gestur í mesta lagi á dag til hvers íbúa og sá sami í 7 daga í senn, nota þarf grímu/maska, sótthreinsa og fara beint inn í herbergi til íbúa og beint út aftur svo snertifletir séu sem fæstir, virða fjarlægðarmörk og að ekki séu samskipti við aðra en þann sem heimsóttur er. 

Við höfum þó ákveðið að setja á heimsóknartíma um helgina 16.okt til 19.okt frá föstudegi til mánudags.  Við óskum eftir því að pantaður sé heimsóknartími þessa daga fyrirfram á netfangið vakt@vestmannaeyjar.is eða í síma 893 1384.  Við vonum að þið sýnið þessu skilning en þetta er gert í forvarnarskyni og til að hafa betra yfirlit yfir heimsóknir um helgina.  

Við viljum svo minna á þau tilmæli almannavarna að fólk sé ekki á ferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn beri til á meðan hertar reglur eru í gildi þar.  Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog.