Með jákvæðni að vopni; frá Hraunbúðum 5.október

05.10.2020

Þennan texta sem Raggi Bjarna söng svo fallega ættum við að hafa ofarlega í huganum meðan við förum í gegnum næstu vikur;

Látt' ei deigan síga,
þótt þungt virðist myrkrið.
Því með opnum huga,
þá fljótlega birtir.
Með gleðina í hjarta,
þú þrautirnar vinnur.
Það ég segi satt að,
þannig ró brátt þú finnur.
Hamingjan er, handan við hornið.
Það hvessir, það rignir,
En það styttir alltaf upp og lygnir.
Taktu höfuð upp frá bringu,
Og horf fram á veginn.
Lagið með mér syngdu,
Saman lýsum upp daginn….

Nú þegar við erum komin á svokallað neyðarstig aftur viljum við 

þakka aðstandendum íbúa og ekki hvað síst íbúum á Hraunbúðum heilshugar fyrir allan skilninginn og þolinmæðina gagnvart þeim heimsóknarreglum og takmörkunum sem hafa verið í gangi þetta ár.  Við viljum á þessum tímapunkti bara minna á þær reglur sem nú þegar eru í gildi en jafnframt láta vita af því að við gætum þurft að bregðast hratt við og gera breytingar með stuttum fyrirvara.  En þar sem vel hefur gengið að virða þessar reglur ætlum við að halda í þær meðan við getum.  Það er alveg greinilegt að við erum í þessu saman. 


Aðeins EINN GESTUR má heimsækja hvern íbúa á dag (sá sami 7 daga í röð en þá má skipta). Fjölskyldur þurfa sjálfar að koma sér saman um hver það er sem kemur.
 
- GRÍMUSKYLDA ER Á MEÐAN HEIMSÓKN STENDUR.  Gestir komi með sínar eigin grimur

- Gestir þurfa að skrá nafn sitt í gestabók við inngang

- Þvo þarf hendur þegar komið er í hús, spritta og sinna persónulegu hreinlæti í hvívetna

- Heimsóknir skulu fara fram á einkarými íbúa eða utanhúss, halda skal fjarlægð við aðra íbúa en sinn eigin aðstandanda og passa upp á að snertifletir séu sem fæstir. Þetta þýðir m.a að gestir skulu ekki stoppa við í setustofu eða matsal Hraunbúða heldur fara beint inn á herbergi íbúa.

- 2 METRA reglan er í gildi. Þetta gildir bæði hvað varðar íbúann eins og mögulegt er, starfsfólk Hraunbúða og annað heimilisfólk.
- Heimsóknir eru heimilaðar á tímabilinu kl.13-17:30

Áfram gilda einnig eftirfarandi reglur:
Að gestir
Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins
Komi EKKI í heimsókn ef minnstu einkenni um kvef, flensulík einkenni, magakveisu, höfuðverk , beinverki eða slappleika eru til staðar