Viðbót við heimsóknarreglur/sáttmála gesta á Hraunbúðir

30.06.2020

Viðbót við heimsóknarreglur/sáttmála gesta á Hraunbúðir í ljósi þeirra nýju smita sem greinst hafa undanfarið í landinu

Ættingjar og gestir sem hafa verið erlendis ;
- Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins
- Þótt Covid 19, sýnataka á landamærum hafi verið neikvæð hefur reynslan sýnt að smit geta greinst eftir sýnatöku
Baráttan gegn Covid 19 er ekki unnin og viljum við ítreka það sem áður hefur verið rætt að gestir Hraunbúða þvoi og sótthreinsi hendur þegar komið er í heimsókn og virði þá reglu að halda fjarlægð við aðra íbúa.
Það þýðir að heimsóknir eigi sér stað í einkarýmum íbúa eða aðstandendaherbergi en ekki á almennum svæðum s.s matsal. Einnig að passa upp á að snertifletir séu sem fæstir.
Ef kvef eða flensulík einkenni eru til staðar hvetjum við fólk til að halda sig frá heimilinu.
Heimsóknartími er kl 13 - 17:30
Við erum öll almannavarnir og þurfum að hjálpast áfram að við að passa upp á fólkið okkar. Það hefur hingað til gengið svo vel og vonumst við eftir áframhaldandi góðri samvinnu.