Alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga 12.maí
12.05.2020Við óskum hjúkrunarfræðingum innilega til hamingju með daginn. 12.maí er alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga. Dagurinn er fæðingardagur Florence Nightingale sem var stærsti áhrifavaldur í þróun og sögu hjúkrunar. Hún lagði einnig grunninn að þeirri nútímahjúkrun sem við þekkjum í dag.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tileinkað árið 2020 hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum.
Við á Hraunbúðum erum mjög heppin með okkar hjúkrunarfræðinga og kunnum þeim bestu þakkir fyrir þeirra frábæru störf.
Á myndinni má sjá fjóra af hjúkrunarfræðingum Hraunbúða þær; Eydísi Thorshamar hjúkrunarfræðing, Unu Sigríði Ásmundsdóttur hjúkrunarforstjóra, Örnu Ágústsdóttur hjúkrunarfræðing og Nicholínu Rósu fyrrverandi hjúkrunarfræðing Hraunbúða.