Bakvarðarsveit Hraunbúða

03.04.2020

Hjúkrunar-og dvalarheimilið Hraunbúðir langar að koma á fót sinni eigin bakvarðarsveit í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 fari svo að brottfall verði mikið í hópi starfsmanna.

Leitað er að heilsuhraustum einstaklingum sem gætu aðstoðað við umönnunar-, eldhús- og ræstingarstörf.

Þeir sem áður hafa haft samband er bent á að senda staðfestingu aftur.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið nafn og símanúmer á hraunbudir@vestmannaeyjar.is

(eða s. 860 1030).  Ef þörf verður á að kalla eftir aðstoð mega þeir sem skrá sig eiga von á símtali.