Þjóðhátíðarupphitun !

02.08.2017

Það var mikið fjör hjá okkur um miðdegið í dag þegar tekið var forskot á sæluna og hitað hressilega upp fyrir þjóðhátíðina í blíðskaparveðri á sólpalli okkar. Margt var um manninn, heimilisfólk, gestir og starsfólk, Jarl Sigurgeirsson mætti með gítarinn og lék fjölda þjóðhátíðarlaga bæði ný og gömul og að venju gerði kappinn þetta listavel. Boðið var 

uppá veitingar frá eldhúsi, smápizzur, ostastangir, vanillumuffins, flatkökur o.fl og að sjálfsögðu var boðið uppá brjóstbirtu eins og tilheyrir og var í boði Mojito og Amarulla ásamt óáfengu og auðvitað kaffi. 
Þessi viðburður tókst vel í alla staði og viljum við þakka öllum sem komu að þessu með okkur hér á Hraunbúðum.

Myndir má nálgast HÉR