Eyþór Ingi í heimsókn

12.06.2013
Það hljóp heldur betur á snærið hjá okkur um Sjómannadagshelgina, en þá birtist í eigin persónu Eyþór Ingi Gunnlaugsson skærasta söngstjarna okkar íslendinga um þessar mundir og fulltrúi okkar í Eurovision þar sem hann stóð sig eins og
hetja og flutti lagið Ég á líf.
Að sjálfögðu tók hann þetta lag fyrir okkur hér á Hraunbúðum og var vel tekið undir hjá kappanum, enda var það góð
ákvörðun að flytja lagið á íslensku í keppninni því þetta er sungið í öllum leikskólum og hjá mörgum kórum og nánast
öllum íslendingum. Eyþór lék nokkur lög við frábærar undirtektir og viljum við þakka kappanum kærlega fyrir þessa
ánægjulegu heimsókn til okkar.
 
Myndir HER