Gjöf frá Gísla Brynjólfssyni

30.05.2012
Gísli Brynjólfsson sem staddur er hjá okkur hér á Hraunbúðum gaf heimilinu forláta líkan af Landakirkju sem Gísli hefur smíðað, en hann hefur gert fjórtán slík og er að smíða það fimmtánda. Þetta er lista smíð hjá Gísla og vinnur hann þetta úr trékössum undan mandarínum og síðan notar hann lítisháttar af bylgjupappa þar sem við á. Við þökkum Gísla kærlega fyrir höfðinglega gjöf,
og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er um fallegt líkan að ræða.