Göngubretti að gjöf

15.05.2012
Einn af velunnurum Hraunbúða, frú Þórey Björgvinsdóttir, færði heimilinu að gjöf fullkomið æfinga-göngubretti, sem mun nýtast ákaflega vel við sjúkraþjálfun heimilisfólks. Þórey færði heimilinu þessa gjöf til minningar um mann hennar Ólaf Pálsson, sem ættaður var frá Héðinshöfða við Hásteinsveg, en hann lést á síðasta ári.
Eins og áður segir mun þessi gjöf koma sér mjög vel fyrir heimilisfólkið hér, en tækið er hægt að stilla bæði hraða, álag og svo er á því öryggi þannig að ef eitthvað óvænt gerist slekkur það strax á sér sjálfkrafa.
Við hér á Hraunbúðum viljum af alhug þakka Þóreyju fyrir höfðinglega gjöf.
 
Fv. Þórey og Sigurleif