Hraunbúðir

 Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir var tekið í notkun 1974. Ríkið ráðstafar Hraunbúðum heimild til að reka þar ákveðin fjölda hjúkrunar- og dvalarrýma auk fjárheimilda til rekstursins. Heimild er fyrir 29 hjúkrunarrýmum, þar af 1 hvíldarrými og 8  dvalarrýmum. Að auki hefur Hraunbúðir heimild fyrir 10 dagdvalarrýmum.

Hjúkrunarrými er fyrir þá sem eru verulega veikir en dvalarrými fyrir þá sem þurfa minni umönnun. Á heimilinu starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar auk ófaglærðs starfsfólks. Læknir kemur reglulega og þjónustar heimilismenn.

Fullkomið eldhús er á Hraunbúðum þar sem starfar lærður bryti, í því eldhúsi er einnig eldaður matur sem er sendur heim.

Fjölbreytt tómstundastarf er á Hraunbúðum, s.s vikulegur upplestur, mánaðarlegar myndasýningar, boccia, heimsóknir leikskólabarna, söngstundir og ýmsar vikulegar uppákomur.  Föndurstofa er opin kl 13-16 alla virka daga (og þar er fólk sem aðstoðar heimilismenn og aðra sem mæta í föndrið).  Einnig er leikfimi og heitir bakstrar hjá íþróttakennara alla virka daga kl. 8-10.30.

 

Til að komast á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrými þarf að sækja um til færni- og heilsumatsnefndar Suðurlands.

Ekki er heimild til að taka einstakling inn á Hraunbúðir nema með samþykki færni-og heilsumatsnefndar.

 

Í Vestmannaeyjum eru að auki heimild frá ríkinu fyrir 7 hjúkrunarrýmum Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum til viðbótar við þau 29 sem eru á Hraunbúðum. Inntaka á þau rými eru háð sömu skilyrðum og nefnd eru hér að framan.

 

Eyðublöð má nálgast á www.landlaeknir.is , í þjónustuveri ráðhúss eða á Hraunbúðum. 

 

(Umsóknareyðublöð má fá í þjónustuveri

Ráðhúss og á www.vestmannaeyjar.is)

 Heimaþjónusta

 

Heimaþjónusta er fyrir alla aldurshópa. Þjónustan er fyrir þá sem búa í heimahúsum og vegna heilbrigðisvanda geta ekki annast heimilishald. Með heimaþjónustu skal stefnt að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og sjálfræðis, gera honum kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Hlutverk heimaþjónustu er m.a að veita aðstoð við almennt heimilishald s.s þrif og útréttingar. Aðstoð við persónulega umhirðu og félagslegan stuðning. Heimaþjónustan er almennt veitt á dagvinnutíma á virkum dögum. Boðið er upp á kvöld og helgarþjónustu í þeim tilvikum sem brýn þörf er á.

 

Heimsendur matur er hluti af heimaþjónustu Vestmannaeyja og er ætlað fyrir þá sem ekki geta eldað sjálfir vegna veikinda eða skertrar getu og búa ekki á heimili með öðrum sem færir eru um það. Hægt er sækja um heimsendan mat til skemmri eða lengri tíma, einu sinni til 7 sinnum í viku. Heimsendur matur er keyrður út í hádeginu. Gjald vegna (félagslegrar heimaþjónustu) er skv. gjaldskrá sem Fjölskyldu- og tómstundaráð setur. Gjaldskráin er tekjutengd.

 

Sótt er um þessa þjónustu á þar til gerðum

eyðublöðum í þjónustuveri Ráðhúss eða

hjá deildarstjóra heimaþjónustu á Hraunbúðum

í síma 488-2607 / 488-2600 eða

heimilishjalp@vestmannaeyjar.is

 

 

Dagdvöl á Hraunbúðum

 

Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem búa í heimahúsum en þurfa að staðaldri eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl er boðið upp á þjálfun, tómstundaiðju og félagslegan stuðning. Boðið er upp á fría akstursþjónustu til og frá heimili fyrir þá sem nýta sér dagdvöl. Hægt er að fá morgunverð, hádegisverð og síðdegisverð gegn gjaldi. Hægt er að nýta sér dagdvöl alla virka daga eða ákveðna daga í viku. Hraunbúðir hefur heimild fyrir 10 dagdvalarrýmum.

 

Sótt er um dagdvöl í þjónustuveri ráðhúss eða hjá deildarstjóra í öldrunarmálum á Hraunbúðum

í síma

488-2602 / 488-2600 eða

hraunbudir@vestmannaeyjar.is

 

Hár- og fótsnyrting

 

Á Hraunbúðum er boðið upp á hársnyrtingu, fótsnyrtingu og snyrtimeðferðir fyrir heimilisfólk og aðra eldri borgara gegn gjaldi. Sjálfstæðir verktakar sinna umræddri þjónustu.

 

Staðsetning er á Hraunbúðum.

Sylvía Björk Birkisdóttir hársnyrtir

s. 488-26 og Anita Vignisdóttir snyrti- og

fótaaðgerðafræðingur s. 488-2609 / 869-0725