Reglur um minningar- og gjafasjóð Hraunbúða
Minningarsjóð Hraunbúða er ætlað að styðja við heimilismenn og dagdvalargesti með kaupum á afþreyingu, tilbreytingu, tækjum, búnaði og fyrirlestrum og öðru því sem fellur að því markmiði að bæta líðan.
Hægt að leggja inn framlag beint inn á minningar- og gjafasjóð Hraunbúða. Einnig er hægt að kaupa minningarkort. Ekki er tekið við reiðufé en hægt er að leggja inn á reikning nr. 582-14-402172, kt. 640169-4869
Minningarkort er hægt að fá á skrifstofutíma gegn millifærslu á ofangreindan reikning. Lágmarksgreiðsla er 1000 kr. Fram þarf að koma nafn hins látna, hverjir senda kortið og hver viðtakandi á að vera. Hægt er að ganga frá kaupum á minningarkortum rafrænt á www.hraunbudir.is og á netfanginu hraunbudir@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2600 á skrifstofutíma.
Stjórn sjóðsins skipa Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í öldrunarmálum, Sigurbergur Ármannsson fjármálastjóri og framkvæmdarstjóri stjórnsýslusviðs Vestmannaeyjabæjar.
