Ábendingar um það sem betur má fara
Á Hraunbúðum er eitt af markmiðunum að tryggja vellíðan og öryggi heimilismanna og veita persónulega þjónustu við bestu aðstæður á hverjum tíma. Með því að fá fram ábendingar um það sem betur má fara frá heimilisfólki, aðstandendum, starfsmönnum eða öðrum hlutaðeigandi, fæst mikilvægt tækifæri til að vinna í sameiningu að því að þjónusta Hraunbúða verði með sem bestum hætti.