Árlegt jólahlaðborð !

05.12.2019

Fimmtudaginn 5.desember var árlegt jólahlaðborð haldið á Hraunbúðum.  Hlaðborðið var að vanda stórglæsilegt og að okkar mati það flottasta í bænum og við erum auðvitað
hlutlaus.  Tommi yfirbryti og starfsfólk hans í eldhúsinu lögðu nótt við dag við undirbúninginn og afraksturinn eftir því.
Séra Guðmundur hélt hugvekju, Jarl og 

félagar í lúðrasveit barna fluttu okkur jólalega tóna,  karlakór Vestmannaeyja mættu í jólapeysunum og sungu af mikillri snilld og
sönghópurinn Blítt og Létt flutti okkur síðan jólalög og komu öllum í sannkallað jólastuð.  Við kunnum öllu þessu frábæra tónlistarfólki og séra bestu þakkir fyrir þeirra framlag.
Við erum ákveðin í því að útbúa danspláss á næsta ári og tjútta líka.
Fólkið okkar allt, eldri borgarar og starfsfólk mætti svo í sínu fínasta pússi svo nú eru jólin komin á Hraunbúðum 

FLEIRI MYNDIR HÉR