Starfsaldursboð á Hraunbúðum !

02.12.2019

Á fimmtudaginn í síðustu viku störtuðum við nýrri hefð á  Hraunbúðum og héldum starfsaldursboð.
Einhvers staðar varð að byrja svo við byrjuðum nú á árinu 2019 með því að heiðra þá sem standa á heilum og hálfum tug. Við ákváðum þó að taka 3 stór-starfsaldursafmæli með frá síðasta ári.
Alls voru  8 starfsmenn heiðraðir, með samanlagt rúmlega 170 ára starfsreynslu á vinnustaðnum. 
Það sem gerir vinnustað að góðum vinnustað er sá mannauður sem þar starfar og erum við einstaklega heppin hér á Hraunbúðum með okkar starfsfólk.
Við erum mjög ánægð og hrærð yfir þeirri tryggð og 

þrautsegju sem margt af okkar starfsfólki heldur við vinnustaðinn sinn, það er ómetanlegt í því síbreytilega vinnuumhverfi sem nútíminn og frelsið í dag býður upp á að starfsmenn haldi tryggð við sama vinnustaðinn í 10 ár og allt upp í 40 ár
Við fögnuðum þessum tímamótum á fimmtudaginn síðasta, höfðum huggulegt saman og bæjarstjórinn heiðraði okkur með nærveru sinni.