Vígsla á Hilmarslaut

05.06.2019

Í dag fór fram vígsla á nýju útisvæði austan við Hraunbúðir í blíðskaparveðri.  Kvenfélagið Líkn styrkti okkur með rausnarlegu framlagi
til að þetta svæði yrði að veruleika.  En Hilmar Sigurðsson f. 26.04.1921-27.09.2014 sem var heimilismaður á Hraunbúðum arfleiddi Líkn að
fjármunum eftir sinn dag sem félagið lét renna til þessa verkefnis.  Svæðið ber því nafnið Hilmarslaut.  Á svæðinu er stórt beð þar sem ætlunin er að rækta jarðarber og kál, tveggja manna róla, gosbrunnur ofl sem eykur á gleði og örvar skynjun heimilismanna.   Fjöldi

fólks var viðstatt vígsluna þar
sem Tómas yfirbryti og starfsfólk buðu upp á grill, gos og sherry.  Edda Ólafsdóttir formaður Líknar sagði nokkur orð ásamt Sólrúnu Gunnarsdóttur og Helgu Jóhönnu Harðardóttur formanns Fjölskylduráðs sem þakkaði fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar fyrir þann hlýhug sem Líkn sýndi við þetta tækifæri.