Hestamannamót og heimsókn !

05.06.2019

Síðustu vikur hefur hún Hrefna Óskarsdóttir iðjuþjálfinn okkar dundað sér við að útbúa veðhlaupahesta úr ekki ómerkara efni en m.a
tveggja lítra flöskum og slatta af málningu.  Þessi hestar eru gleðigjafar og var um daginn sett á Hestamannamót Hraunbúða við mikinn hlátur. 
Við fengum svo í dag 30 manna hóp vaskra

kvenna í heimsókn frá Hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og fengu þær að spreyta sig með 
hestana.