Tengiliðaverkefni

04.06.2019

Komið hefur verið á tengiliðaverkefni á Hraunbúðum en þá er hver heimilismaður með tvo til þrjá tengiliði úr hópi starfsmanna sem hafa það hlutverk að vera tenging við aðstandendur um hvaðeina sem heimilismanninum vanhagar um s.s snyrtivörur, hreinsun á fatnaði osfrv.  Tengiliður er eins konar talsmaður heimilismanns, hefur hagsmuni hans að leiðarljósi og situr fjölskyldufundi.  Aðstandendur geta fengið upplýsingar hjá starfsmönnum um hverjir eru tengiliðir. síns fólks.