Íbúafundur

04.06.2019

Í síðustu viku var haldinn íbúafundur á Hraunbúðum.  Stjórnendur voru ánægðir með þann fund, þar sem margt jákvætt kom fram, meðal annars þakklæti frá heimilisfólki sem virðist almennt ánægt með þjónustuna og það góða starfsfólk sem hjá okkur vinnur og leggur sig fram alla daga við að sinna íbúum.  Einnig komu fram góðar ábendingar um þá þætti sem við getum bætt okkur með og einnig þættir sem íbúar vildu skora á stjórnvöld með að bæta úr.  Við erum þegar byrjuð að vinna með þessar ábendingar því það skiptir okkur öllu máli að fólkinu okkar líði sem best og að íbúar sjálfir hafi sem mest áhrif við að móta þjónustuna.  Við munum segja ykkur meira frá þessu á næstunni.