Jóga með Hafdísi í boði Hollvinasamtaka Hraunbúða

26.02.2019

Á mánudögum s.l mánuði hafa Hollvinasamtök Hraunbúða boðið heimilisfólki og dagdvalargestum upp á Jóga með Hafdísi Kristjáns.  Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og mæta að jafnaði 15-20 manns og njóta þess að slaka á og lifa í núinu :)  Við þökkum hollvinasamtökunum og Hafdísi kærlega fyrir þessa skemmtilegu viðbót í starfið hjá okkur.