Gjafir frá Alzheimerfélaginu

26.02.2019

Áfram heldur Alzheimerfélagið í Vestmannaeyjum að styrkja Hraunbúðir.  Við erum mjög þakklát að hafa þennan öfluga bakhjarl við mótun og uppbyggingu á þjónustu við einstaklinga með heilabilun á heimilinu.  

Nýlega hafa þau fært okkur tvær meðferðarkisur þá Sprota og Grettir.  Einnig gáfu þau okkur loftdýnu með fylgibúnaði sem á eftir að reynast vel.  Alzheimerfélagið í Vestmannaeyjum eru mjög virk félagasamtök sem standa m.a fyrir alzheimerkaffi einu sinni í mánuði þar sem ávallt er boðið upp á fræðslu og spjall.  Þau eru góður stuðningur við aðstandendur og þá sem greinast með sjúkdóminn og skylda sjúkdóma og hafa m.a boðið upp á samverustundir í samvinnu við Landakirkju fyrir aðstandendur.  Þau hafa svo eins og kemur fram hér að ofan staðið þétt við bakið á starfinu á Hraunbúðum. 

Á myndinni tekur Guðrún Hlín hjúkrunarforstjóri við gjöfunum frá Söru Rún sem situr í stjórn samtakanna.