Jólastarfið að fara í gang !

28.11.2018

Nú er jólastarfið að hefjast hjá okkur svona í aðdraganda aðventunar. Í gærdag var tekið til við smákökubakstur þar sem heimilifólkið tók virkan þátt í og var mikil gleði og ánægja hjá heimilisfólkinu að geta lagt eldhúsinu lið, enda margar kökurnar sem hafa runnið í gegnum þessar hendur í gegnum tíðina, vanur maður í hverju rúmi.

Í gærkvöldi komu síðan félagar úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli til að hengja upp jólaskraut og skreyta trén en þetta hefur klúbburinn gert frá því að Hraunbúðir voru teknar í notkun, og berum við bestu þakkir til

 

 Helgafellsfélaga fyrir hlýhug og vinsemd við okkur í gegnum árin.