Logabræður í heimsókn

26.11.2018

Sunndaginn 25 nóvembar fengum við á Hraunbúðum frábæra heimsókn en til okkar voru komnir með fríðu föruneiti þeir bræður Helgi og Hermann Ingi sem oftast eru kenndir við hljómsveitina Loga, en sú hljómsveit réði ríkjum hér í Vestmannaeyjum um árabil. Með þeim var líka Arnór bróðir þeirra og léku þeir nokkur vel valin

lög af sinni alkunnu snilld, og við góðar undirtektir heimilisfólks Hraunbúða.

Við viljum þakka þeim bræðrum fyrir vinsemdina við okkur og frábærann tónlistarflutning og vonandi eigum við eftir að sjá og heyra meira frá þeim bræðrum.