Hollvinasamtök Hraunbúða gefa hjartalínurit !

31.07.2018

Hollvinasamtök Hraunbúða komu færandi hendi og afhentu heimilinu EKG tæki, svokallað hjartalínurit að verðmæti 700.000 krónum. Fyrir átti heimilið mun eldra tæki sem var löngu kominn tími á að endurnýja. Búið er að prófa tækið og nota það tvívegis á þessum stutta tíma og er mikil ánægja með það. Á þriðjudag var svo formleg afhending tækisins og að því tilefni fór Kolbrún Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur yfir tækið með heimilisfólki og

að því loknu afhentu fulltrúar samtakanna tækið formlega til Hraunbúða. Við þökkum Hollvinasamtökunum og öllum sem komu að þessu, fyrir höðinglega gjöf og það frábæra starf sem Hollvinasamtökin  eru að inna af hendi fyrir okkur hé á Hraunbúðum