Kvennfélagið Heimaey gefur Hraunbúðum

09.07.2018

Á laugardaginn kom vaskur hópur kvenna úr Kvenfélaginu Heimaey færandi hendi í heimsókn á Hjúkrunar-og dvalarheimilið Hraunbúðir.
Þær gáfu heimilinu 300.000 kr sem nýta á til uppbyggingar á nýju deildinni á Hraunbúðum. Við á Hraunbúðum erum mjög þakklát fyrir
þessa gjöf sem mun án efa nýtast vel.  Það er ómetanlegt að finna þann góða hug og stuðning sem liggur að baki.
Þessi skemmtilegi

hópur brottfluttra eyjakvenna kemur á goslokahátíðina á 5 ára fresti og nýtur þess að taka þátt í þeim viðburðum sem
eru í gangi.