Jólahlaðborð og skemmtikvöld !

08.12.2017

Jólahlaðborð og skemmtikvöld var haldið í gærkvöldi fimmtudaginn 7 desember, fólkið byrjaði að mæta í salinn um 17.30 og hófst borðhaldið rétt fyrir klukkan sex með glæsilegu jólahlaðborði sem starfsfólk eldhússins töfraði fram. Það sem er skemmtilegast við svona kvöld er að allt starfsfólk hjálpast að við framkvæmdina svo úr verður glæsilegt kvöld. Að loknu borðhaldi flutti Séra Guðmundur Örn skemmtilega jólahugvekju, og síðan kom ung og frábær söngkona Sara Renee Griffin og söng fyrir okkur tvö falleg jólalög. Blítt og Létt hópurinn kom fram og flutti nokkur lög eins og þeim

 einum er lagið og í lokin steig Karlakór Vestmannaeyja á stokk og flutti okkur nokkur Jólalög við undirleik Kitty Kovacs, og þar með lauk frábæru kvöldi hjá okkur hér á Hraunbúðum, og allir gengu sáttir til náða.
Við viljum þakka þessum frábæru skemmtikröftum fyrir þeirra framlag sem er ómetanlegt, Séra Guðmundur Örn kærar þakkir og allir þeir sem komu að þessu með okkur með einum eða öðrum hætti.

MYNDIR HÉR

MYNDBAND HÉR