Jólaball Kirkjugerðis á Hraunbúðum

07.12.2017

Það var glatt á hjalla í morgun hér á Hraunbúðum þegar nágranar okkar á Leikskólanum Kirkjugerði komu í heimsókn og héldu sína jólatrésskemmtun, en þetta samstarf hefur gengið til margra ára. Það má sjá ánægju skína úr hverju andliti ungra sem aldna þegar þessi skemmtun fer fram, en dansað er í kringum jólatré og Jólasveinar læðast í bæinn og heilsa uppá börnin og dansa með þeim og gefa góðgæti úr poka sínum. 

Við hér á Hraunbúðum þökkum kærlega fyrir ánægjulega heimsókn og samverustund.

Myndir má nálgast HÉR  og undir Myndir hér á síðuni.