Kiwanismenn skreyta !

29.11.2017

Í gær fengum við góða heimsók hingað á Hraunbúðir, en mættir voru félagar úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli hér í bæ til að koma upp jólaskrauti hér á heimilinu, en þetta hafa Helgafellsfélagar gert frá árinu 1974 þegar heimilið var opnað. Í augum margra er þetta upphafið á jólaundirbúningi þegar þessir kappar koma í heimsókn og berum við þeim bestu þakkir fyrir velvild og stuðning við Hraunbúðir í gegnum tíðina.