Gjöf frá hollvinasamtökunum

23.11.2017

Hollvinasamtökin færðu Hraunbúðum tvo nýja hjólastóla að gjöf á dögunum. Þetta eru mjög góðir og vandaðir stólar sem koma án efa í góðar þarfir.

Við færum samtökunum og öllum styrktaraðilum þeirra okkar innilegustu þakkir fyrir rausnarlega gjöf.  Á myndinni veitir Guðrún Hlín hjúkrunarforstjóri stólunum móttöku frá félögum í Hollvinasamtökunum þeim Halldóru, Mara og Kiddý.  Einnig eru á myndinni ánægðir íbúar á Hraunbúðum þær Alda Björnsdóttir og Margrét Karlsdóttir.