Hollvinasamtökin

07.11.2017

Við á Hraunbúðum erum svo þakklát fyrir að eiga Hollvinasamtök Hraunbúða að.  Samtökin voru stofnuð fyrr á þessu ári og markmið þeirra er m.a að styðja við bakið á heimilismönnum á Hraunbúðum og starfseminni. Á dögunum héldu nokkrir eyjapeyjar sitt árlega kótilettukvöld og var ágóðinn gefinn til Hollvinasamtakanna, eins fór ágóðinn af Vestmannaeyjahlaupinu til Hollvinasamtakanna.  Við erum svo að sjálfsögðu mjög þakklát öllum kótilettukörlunum og hlaupurunum sem má segja að allir hafi lagt sitt til málanna að styrkja gott starf á Hraunbúðum.  Á myndinni tekur Halldóra Ágústsdóttir formaður Hollvinasamtakanna við ágóða kótilettukvöldsins frá forsvarsmönnum Kótilettuklúbbs Vestmannaeyja.