JÓL Í SKÓKASSA 2017

02.11.2017

Að vanda tóku nokkrir heimilismenn, dagdvalargestir og starfsmenn Hraunbúða þátt í verkefninu Jól í skókassa.  Í ár sendum við frá okkur 16 kassa.  Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir.  Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.  Gjafirnar eru sendar til Úkraínu en atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið.  Íslensku kössunum verður m.a dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.