5 ára deildin frá Víkinni

26.10.2017

Við erum svo heppin að vera í góðu samstarfi við nágranna okkar á Kirkjugerði og Víkinni.  Einu sinni í viku koma börn af Kirkjugerði í heimsókn til okkar og einu sinni í mánuði kemur 5 ára deildin til okkar og syngur nokkur lög.  Þessar stundir eru ómetanlegra og gefandi bæði stórum sem smáum.  Á myndinni gaukar Bjarni Sighvatsson heimilismaður að börnunum smá verðlaunum fyrir góðan söng.