Rúm að gjöf frá Slysavarnarfélaginu Eykyndli

07.09.2017

Slysavarnarfélagið Eykyndill færðu Hraunbúðum að gjöf rafdrifið rúm.  Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir, stuðningur þeirra hefur verið ómetanlegur í gegnum árin en þær hafa endurnýjað á seinustu árum flest rúmin á Hraunbúðum.  Á myndinni er stjórn Eykyndils í dag, Hildur, Sigríður og Íris,  Eykyndilskonur  og íbúar á Hraunbúðum þær Nicholína Rósa Magnúsdóttir og Sigríður Björnsdóttir og hjúkrunarforstjóri Hraunbúða Guðrún Hlín Bragadóttir.