Hanna Þórðardóttir kveður!

31.07.2017

Það var margt um manninn í föndri og dagdvöl á Hraunbúðum í dag  en tilefnið var að kveðja Hönnu Þórðardóttir sem hefur starfað vikð Föndurstofu Hraunbúða í hjartnær fjörutíu ár. Heimilisfólk, vinir, samstarsfólk og fjölskylda mættu til að kveðja Hönnu og þakka henni fyrir vel unnin störf, Elliði Vignisson bæjarstjóri mætti og

flutti kveðjuávarp til Hönnu og þakkaði henni fyrir góða þjónustu við Hraunbúðir og Vestmannaeyjabæ. Boðið var uppá kaffi og kökur og var þettta ánægluleg stund í föndurstofunni, og elsku Hanna takk fyrir samstarfið og þá miklu alúð sem þú hefur sinnt starfinu við föndurstofu Hraunbúða.

Myndir má nálgast HÉR