Hrafnar í heimsókn á Goslokahátíð.

08.07.2017

Goslokafjörið heldur áfram hjá okkur hér á Hraunbúðum en í kjölfar þeirra bræðra frá Selfossi mætu hinir landsþekktu Hrafnar til okkar en þar eru meðlimir allir Eyjapeyjar bræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir og bræðurnir Georg og Vignir Ólafssynir ásamt Hlöðver Guðnasyni en Guðni faðir hanns var kokkur hér á heimilinu á árum áður. Hrafnar tóku nokkur velvalinn lög af

mikilli snilld sem allir kunnu að meta, frábæri hljómsveita þar á ferð. Við viljum koma á framfæri bestu kveðjum og þakkir fyrir hlýhug til okkar og þennann frábæra tónlistarflutning.