Tónlist og fjör á Goslokahátíð !

07.07.2017

Við förum ekki varhluta af því hér á Hraunbúðum að Goslokahátíðin er gengin í garð, en hinir ýmsu listamenn sýna okkur ávalt velvild með því að heimsækja okkur hingað á heimilið. Í dag mættu tveir vaskir sveinar ein og ávalt þegar þeir bræður Kiddi og Sigvaldi frá Selfossi mættu í kaffitímanum og tóku nokkur lög við góðar undirtektir, en þeir félagar leika á

gítar og harmonikku og syngja saman. Þetta var hin mesta skemmtun og allir ánægðir með þessa góðu heimsókn. Við viljum þakka þeim bræðrum kærlega fyrir hlýhug í okkar garð með þessari frábæru heimsólkn.