17. júní á Hraunbúðum

17.06.2017

Það var mikið um að vera hjá okkur hér á Hraunbúðum á Þjóðhátíðardaginn 17 júní sem hófst með því að Fjallkonan kom í heimsókn og las ljóð fyrir heimilisfólkið, en fjallkonan í ár var ung og falleg eyjamær Svanhildur Eiríksdóttir. Í kjölfarið kom Jarl Sigurgeirsson með gítarinn og flutti nokkur falleg og hugljúf lög við góðar undirtektir.  Um kl 15.00 var Jarl síðan mættur aftur og þá með 

Lúðrasveit Vestmannaeyja með sér og flutti sveitin nokkur eyja og ættjarðarlög fyrir heimilisfólk og gesti og var þetta hin hátíðlegast stund.
Við viljum þakka öllum sem komu að þessari góðu dagskrá og frábæra heimsók til okkar hingað á Hraunbúðir.

 

MYNDBAND MÁ NÁLGAST HÉR