Starfsmaður óskast !

 

Starfsmann vantar í eldhús Hraunbúða til afleysinga, viðkomandi þarf að geta sinnt eldamennsku, ásamt öðrum eldhússtörfum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Mikilvægt að viðkomandi sé stundvís, hafi til að bera  frumkvæði, og vera  þægilegur í öllum samskiptum.

Laun samkvæmt kjarasamningum íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélags viðkomandi.

Umsókn og ferilskrá óskast send rafræn á  tomas@vestmannaeyjar.is

Nánari upplýsingar veitir:

 Tómas Sveinsson forstöðumaður eldhúss í síma 488-2605

   


Hraunbúðir óska eftir starfsfólki

Á hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum vantar starfsfólk í afleysingar í umönnun og aðhlynningu og einnig í  framtíðarstörf. Viðkomandi þyrfti að geta byrjað sem fyrst.

Á Hraunbúðum eru 28 hjúkrunarrými, 8 dvalarrými og 1 hvíldarrými auk annarrar þjónustu við eldri borgara. Nánari upplýsingar um heimilið má sjá inn á www.hraunbudir.is

Mikilvægt er að viðkomandi hafi til að bera jákvætt viðhorf, frumkvæði, góða samskiptahæfileika og áhuga á að vinna með öldruðum.
Laun skv. kjarasamningum sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélags viðkomandi. Umsóknarfrestur er til 1.mars. 
Umsókn og ferilskrá óskast send rafrænt á hraunbudir@vestmannaeyjar.is


Nánari upplýsingar veitir Guðrún Hlín Bragadóttir hjúkrunarforstjóri í síma 488 2600 eða Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í málefnum aldraðra í síma 488 2602